Innlent

Farið varlega í afglæpavæðingu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vestfirskir lögreglumenn vilja ekki afglæpavæða fíkniefni til einkanota en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur talað fyrir málinu.
Vestfirskir lögreglumenn vilja ekki afglæpavæða fíkniefni til einkanota en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur talað fyrir málinu. Fréttablaðið/Pjetur
Lögreglufélag Vestfjarða lýsir áhyggjum af því að afglæpavæða vörslu á fíkniefnum til einkaneyslu.

„Fundurinn skorar á fulltrúa í nefnd heilbrigðisráðherra sem á að endurskoða löggjöf varðandi meðferð fíkniefna að stíga varlega til jarðar í þeim efnum,“ segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í Lögreglufélagi Vestfjarða á laugardag.Þá segjast vestfirsku lögreglumennirnir allt of lengi hafa horft upp á það að kjaraviðræður þeirra „dragist von úr viti á meðan verið er að bíða eftir hinum eða þessum ákvörðunum ráðamanna þjóðarinnar um væntanleg útspil ríkisstjórna“ í tengslum við kjarasamningagerð.

„Vitandi vits að lögreglumenn búa ekki við þau sjálfsögðu mannréttindi að geta boðað til verkfalls, krefst fundurinn þess af stjórnvöldum að þau standi við gefin loforð og láti lögreglumenn fá verkfallsréttinn aftur,“ segir í ályktun lögreglumannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×