Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 12:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira