Erlent

21 lét lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl

Stefán Árni Pálsson skrifar
nordicphotos/ap
Í það minnsta 21 lét lífið í Kabúl er talibanar gerðu sjálfsmorðsárás á veitingahúsi í Afganistan í gærkvöldi.

Um er að ræða hefndaraðgerð eftir loftárásir Bandaríkjamanna í vikunni en töluvert margir útlendingar sækja staðin sem varð fyrir sprengingunni.

Fram kom í yfirlýsingu frá talibönunum að árásin hafi verið gerð til að hefna fyrir þær loftárásir.

Samkvæmt sjónarvottum á maður að hafa komist í anddyri staðarins klæddur sprengjuvesti.

Eftir sprenginguna kom til skotbardaga milli árásarmanna og öryggisvarða staðarins.

13 erlendir aðilar létu lífið í tilræðinu.

Samkvæmt frétt hjá danska vefmiðlinum Politiken lést 34 ára dönsk kona í sprengingunni en hún starfaði hjá Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×