Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 12:35 Félagarnir voru miður sín þegar blaðamaður ræddi við þá í dag. Vísir/JóiK „Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“ Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“
Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11
Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30