Enski boltinn

Fernando á leið til City

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fernando
Fernando Vísir/Getty
Fernando, leikmaður Porto er á leið til Manchester á næstu dögum til þess að ganga til liðs við Manchester City. Talið er að City muni greiða 16 milljónir fyrir brasilíska miðjumanninn.

City var á höttunum eftir Fernando í janúar en Porto neitaði tilboði þeirra á þeim tímapunkti. Samkvæmt SkySports hafa félögin nú komist að samkomulagi og mun leikmaðurinn ferðast til Englands í vikunni til að gangast undir læknisskoðun.

Fernando er með portúgalskt vegabréf eftir að hafa verið hjá Porto frá árinu 2007. Hann var hvorki valinn í brasilíska né portúgalska landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst á morgun.

„Fernando bíður eftir því að öll skjöl séu komin svo hann geti ferðast til Manchester. Boltinn liggur hjá Porto núna en við vonumst til að geta gengið frá þessu í vikunni,“ sagði Antonio Araujo, umboðsmaður Fernando.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×