„Þetta er óásættanlegt og kallar á aðgerðir“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 12:30 Ari Hafliðason, rekstrarstjóri fiskvinnslu á Tálknafirði, segir mikið lagt upp úr því að öryggi sé sem best á vinnustöðum. Tíðni slysa í fiskvinnslu er að aukast samkvæmt lokaskýrslu Vinnueftirlits ríkisins um eftirlitsátak sem eftirlitið réðst í árið 2013. „Þetta er óásættanlegt og kallar á aðgerðir,“ segir í skýrslunni. Alvarleg slys hafa orðið í greininni á undanförnum árum og hafði Vinnueftirlitið fengið mikið af vísbendingum um að slysatíðnin væri að aukast. Einnig komu oft upp dæmi þess að vélbúnaður uppfyllti ekki ákvæði reglna. Þetta voru ástæður þess að ákveðið var að ráðast í verkefnið. „Ég held að skráningin sé einfaldlega orðin meiri,“ segir Ari Hafliðason, rekstrarstjóri fiskvinnslunnar Þórsberg ehf. Hún er staðsett á Tálknafirði. „Nú er til dæmis verið að skrá það sem kallast „næstum-því-slys“, það er svona þegar fólk hefði getað slasast en slapp við það.“ Ari segist ekki hafa upplifað það að tíðni slysa væri að aukast. „Allavega ekki hjá okkur.“ Helsta breytingin undanfarin ár sé sú að það er miklu betur hugsað til þess að slysahættan sé eins lítil og hægt er. Einnig séu gerðar ríkari kröfur til fiskvinnslufyrirtækja að vera með allar skráningar og merkingar á hreinu, annars geti fyrirtæki átt von á því að lenda í bótamáli.Yngri aldurshópar lenda frekar í slysi Vinna við framleiðslustörf eða vinnslulínu virðist vera sú hættulegasta ef dæma má af slysatíðninni sem birt er í skýrslunni. Flest slys urðu við þær aðstæður eða 804. Ungir starfsmenn í aldurshópnum 19 til 24 ára áttu stærstan hluta slysanna eða 450 slys á árunum 1991 til 2012. Það eru 18,5% slysa. Aldurshópurinn sem átti næstflest tilfelli slysa eru starfsmenn undir 18 ára aldri. Í þeim aldursflokki urðu 338 slys sem eru 13,9% allra slysa. Því eiga starfsmenn undir 24 ára aldri samtals 32,4% allra slysa í fiskvinnslu. „Það er kannski bara reynsluleysi,“ segir Ari aðspurður að ástæðu þessarar þróunar. „Það er auðvitað reynt að passa upp á það að vera ekki að setja yngstu krakkana á tæki sem eru hættuleg.“ Að sögn Ara er einnig rík áhersla lögð á það að kenna krökkunum eins vel á tækin og hægt er. „Það er nú mun minna um krakka hér en áður þegar þau byrjuðu að vinna hér 14 ára, nú kemur enginn hér inn fyrr en að minnsta kosti 16 ára.“ Eftirlitsátakið stóð frá maí 2013 til mars 2014 og vinnueftirlitið skoðaði 109 fyrirtæki. Á grundvelli rannsóknarinnar setti Vinnueftirlitið fram 400 fyrirmæli um úrbætur. Til stendur að gera samskonar athugun eftir nokkur ár til þess að ganga úr skugga um að verkefnið hafi raunverulega borið árangur. „Það hefur verið mikil hvatning hjá Vinnueftirlitinu að skrá öll slys.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Tíðni slysa í fiskvinnslu er að aukast samkvæmt lokaskýrslu Vinnueftirlits ríkisins um eftirlitsátak sem eftirlitið réðst í árið 2013. „Þetta er óásættanlegt og kallar á aðgerðir,“ segir í skýrslunni. Alvarleg slys hafa orðið í greininni á undanförnum árum og hafði Vinnueftirlitið fengið mikið af vísbendingum um að slysatíðnin væri að aukast. Einnig komu oft upp dæmi þess að vélbúnaður uppfyllti ekki ákvæði reglna. Þetta voru ástæður þess að ákveðið var að ráðast í verkefnið. „Ég held að skráningin sé einfaldlega orðin meiri,“ segir Ari Hafliðason, rekstrarstjóri fiskvinnslunnar Þórsberg ehf. Hún er staðsett á Tálknafirði. „Nú er til dæmis verið að skrá það sem kallast „næstum-því-slys“, það er svona þegar fólk hefði getað slasast en slapp við það.“ Ari segist ekki hafa upplifað það að tíðni slysa væri að aukast. „Allavega ekki hjá okkur.“ Helsta breytingin undanfarin ár sé sú að það er miklu betur hugsað til þess að slysahættan sé eins lítil og hægt er. Einnig séu gerðar ríkari kröfur til fiskvinnslufyrirtækja að vera með allar skráningar og merkingar á hreinu, annars geti fyrirtæki átt von á því að lenda í bótamáli.Yngri aldurshópar lenda frekar í slysi Vinna við framleiðslustörf eða vinnslulínu virðist vera sú hættulegasta ef dæma má af slysatíðninni sem birt er í skýrslunni. Flest slys urðu við þær aðstæður eða 804. Ungir starfsmenn í aldurshópnum 19 til 24 ára áttu stærstan hluta slysanna eða 450 slys á árunum 1991 til 2012. Það eru 18,5% slysa. Aldurshópurinn sem átti næstflest tilfelli slysa eru starfsmenn undir 18 ára aldri. Í þeim aldursflokki urðu 338 slys sem eru 13,9% allra slysa. Því eiga starfsmenn undir 24 ára aldri samtals 32,4% allra slysa í fiskvinnslu. „Það er kannski bara reynsluleysi,“ segir Ari aðspurður að ástæðu þessarar þróunar. „Það er auðvitað reynt að passa upp á það að vera ekki að setja yngstu krakkana á tæki sem eru hættuleg.“ Að sögn Ara er einnig rík áhersla lögð á það að kenna krökkunum eins vel á tækin og hægt er. „Það er nú mun minna um krakka hér en áður þegar þau byrjuðu að vinna hér 14 ára, nú kemur enginn hér inn fyrr en að minnsta kosti 16 ára.“ Eftirlitsátakið stóð frá maí 2013 til mars 2014 og vinnueftirlitið skoðaði 109 fyrirtæki. Á grundvelli rannsóknarinnar setti Vinnueftirlitið fram 400 fyrirmæli um úrbætur. Til stendur að gera samskonar athugun eftir nokkur ár til þess að ganga úr skugga um að verkefnið hafi raunverulega borið árangur. „Það hefur verið mikil hvatning hjá Vinnueftirlitinu að skrá öll slys.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira