Innlent

Loka þarf fyrir heitt vatn í miðbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laugavegur
Laugavegur visir/HAG
Vegna endurbóta á hitaveitunni þarf að loka fyrir heita vatnið á mánudagsmorgun, 8. september kl. 6:00 við hluta Borgartúns, Sætún, Guðrúnartún, Höfðatún og Fjörutún og hluta Laugavegar, Hverfisgötu og Snorrabrautar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Á uppdráttunum hér að neðan er nánari afmörkun svæðanna, sem lokunin nær til og tímasetningar lokunar á hverju svæði.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Verði kalt í veðri eða blástur er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×