NATO-ríki í austur Evrópu finna til óöryggis Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2014 19:30 Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu segir að þrátt fyrir vopnahlé sem samið var um í dag, verði áfram barist gegn aðskilnaði austurhluta landsins frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir bandalagsríki NATO í austri finna til óöryggis vegna hernaðartilburða Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um vopnahléð í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag án þess að upplýst væri um önnur ákvæði samningsins en að stríðandi fylkingar áttu að leggja niður vopn klukkan þrjú í dag. En sjálfskipaður forsætisráðherra Luhansk í austuhluta Úkraínu sagði við kynningu samkomulagsins að það þýddi ekki að hætt yrði að berjast fyrir aðskilnaði austurhlutans frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á leiðtogafundi NATO í Wales í dag að íslensk stjórnvöld ætli að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins frá og með árinu 2016. „Við munum þurfa að leggja meira til uppbyggingarstarfs, m.a. í Úkraínu vegna ástandsins þar. En líka í þau borgaralegu verkefni sem við sérhæfum okkur í svo við getum talist vera virkir þátttakendur í að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir vopnahléssamkomulagið ekki breyta þeirri ætlan NATO að byggja upp stöðu sína í austur Evrópu. „Þó ekki væri nema til að þjóðir austur Evrópu telji sig öruggari en nú er og það fór ekkert á milli mála í kringum þennan fund að fulltrúar Austur-Evrópuþjóðanna og jafnvel mið-Evrópu landa líka, upplifa sig engan veginn örugga við þessar aðstæður,“ segir forsætisráðherra. Sigmundur Davíð segir stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla björgunar- og leitaraðstöðu á Íslandi. Þá muni stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þ.m.t. við þyrlubjörgunarþjónustu. „Svoleiðis að við gerum ráð fyrir að halda áfram þeirri undirbúningsvinnu. Þó að helst viljum við að sjálfsögðu fá önnur ríki með okkur í uppbyggingu sem verður til þess fallin að þjónusta stóran hluta norður Atlantshafsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu segir að þrátt fyrir vopnahlé sem samið var um í dag, verði áfram barist gegn aðskilnaði austurhluta landsins frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir bandalagsríki NATO í austri finna til óöryggis vegna hernaðartilburða Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um vopnahléð í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag án þess að upplýst væri um önnur ákvæði samningsins en að stríðandi fylkingar áttu að leggja niður vopn klukkan þrjú í dag. En sjálfskipaður forsætisráðherra Luhansk í austuhluta Úkraínu sagði við kynningu samkomulagsins að það þýddi ekki að hætt yrði að berjast fyrir aðskilnaði austurhlutans frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á leiðtogafundi NATO í Wales í dag að íslensk stjórnvöld ætli að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins frá og með árinu 2016. „Við munum þurfa að leggja meira til uppbyggingarstarfs, m.a. í Úkraínu vegna ástandsins þar. En líka í þau borgaralegu verkefni sem við sérhæfum okkur í svo við getum talist vera virkir þátttakendur í að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir vopnahléssamkomulagið ekki breyta þeirri ætlan NATO að byggja upp stöðu sína í austur Evrópu. „Þó ekki væri nema til að þjóðir austur Evrópu telji sig öruggari en nú er og það fór ekkert á milli mála í kringum þennan fund að fulltrúar Austur-Evrópuþjóðanna og jafnvel mið-Evrópu landa líka, upplifa sig engan veginn örugga við þessar aðstæður,“ segir forsætisráðherra. Sigmundur Davíð segir stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla björgunar- og leitaraðstöðu á Íslandi. Þá muni stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þ.m.t. við þyrlubjörgunarþjónustu. „Svoleiðis að við gerum ráð fyrir að halda áfram þeirri undirbúningsvinnu. Þó að helst viljum við að sjálfsögðu fá önnur ríki með okkur í uppbyggingu sem verður til þess fallin að þjónusta stóran hluta norður Atlantshafsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira