Íslendingur greiði heilt hús í vexti: „Ég var auðtamið fífl“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2014 14:03 Lena Rós Matthíasdóttir og Frosti Sigurjónsson. vísir/gva/pjetur „Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima?“ Þetta skrifaði Lena Rós Matthíasdóttir, prestur, á Facebook á dögunum. Lena býr nú í Noregi en segir farir sínar ekki hafa verið sléttar á Íslandi. Hún hafi greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljón króna húsnæðisláni, en þarf þrátt fyrir það að greiða 32 milljónir til viðbótar í sama lánið. Þó hafi aldrei fallið niður greiðsla. „Mér finnst ég ennþá vera svolítið fífl. Maður losnar ekkert við handjárnin. Maður er bara fastur for life,“ segir Lena í viðtali í Bítinu í gær. „Þegar ég horfi heim, þá horfi ég á örfáar sálir sem eru ofboðslega stoltar af því að búa á Íslandi. Elska landið sitt. Elska að vera Íslendingar og eru tilbúin til að vaða eld og brennistein til að bera það, sama hvað.“ Íslendingur greiði heilt hús í vexti - Norðmaðurinn einn þriðja Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, bar saman húsnæðisverð og greiðslur á Íslandi og í Noregi og segir hann vaxtastigið hérlendis of hátt.Íslendingurinn greiði heilt hús í vexti á meðan Norðmaður greiðir einn þriðja af húsi í vexti. „Ef maður ber saman epli og epli. Það er þannig að þeir eru verulega hærri hér á Íslandi, þannig að þetta þýðir að á 20 árum þá borgar Íslendingurinn heilt hús í vexti og auðvitað annað hús í afborganir, af höfuðstólnum. En Norðmaðurinn borgar 30 prósent af húsi í vexti, einn þriðja. Það munar rosalega um það,“ segir Frosti í Bítinu á Bylgjunni. „En hinsvegar fór ég að skoða annað í leiðinni, að húsnæðisverð í Noregi er verulega hærra en hér. Ríflega tvisvar sinnum hærra þannig að þetta þarf að taka inn í myndina. Laun eru hærri í Noregi. Þar eru líka fasteignagjöld hræri, ríflega tvöfalt hærri.“ Pistil Lenu má sjá í heild sinni hér að neðan. Pistilinn setti hún inn á Facebook síðuna Ísland – 20. fylki Noregs. Mikið þykir mér sorglegt að ég skuli þurfa að vera sammála þessum rökum sem hér eru sett fram. Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima? Jú, vegna þess að ég get staðið í skilum. En hvað þýðir það? Að maður sé búinn að mastera hæfileikann til að láta stela frá sér? Ok! Ég er sek og viðurkenni fúslega að hafa verið fífl sl. 10 ár. Hvað get ég kallað það annað? Maður hefur greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljóna króna skuld og þarf að kyngja því að eiga enn eftir að borga 32 milljónir til viðbótar til að greiða fyrir þetta sama 20 milljóna króna lán… sem endar náttúrulega í ennþá hærri upphæð eða í rúmlega hundrað milljónum þegar upp er staðið (og þótt aldrei falli niður greiðsla). Ég er kannski ekki skarpasti ávöxturinn í körfunni, en nógu skörp til að sjá að ég var allt annað en heppin. Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað… sjálfstætt. Er búin að ná áttum og segi hér með lausri stöðu minni sem ein ausan á sökkvandi skútunni. Í þeirri niðurstöðu er hvorki fólginn hroki, hefnigirni né uppgjöf (maður heldur jú áfram að láta stela frá sér og þarf ,,bara” að skaffa þjófinum minnst 32 milljónir til viðbótar). Ég sé þetta þannig að heima á Íslandi samþykkti ég líka að þjófurinn tæki frá mér möguleikann á lífsgæðum. Maður er jú stoltur og vill standa í skilum sem þýðir að með stöðugt hækkandi lánum þurfa foreldrar að vinna æ meir á kostnað tímans með börnunum. Það er eitthvað stórkostlega átakanlegt við það að stærsta menningarsjokkið sem ég upplifði við að flytja til Noregs var að rekast í tíma og ótíma á alla þessa feður á mínum aldri með nestistöskur á bakinu á leið í hjólreiðatúr eða lautarferð með alla fjölskylduna… have I dyed and gone to heaven? Ég bara spyr!! Maður heldur að sjálfsögðu áfram að fæða þjófinn eða mafíuna eins og það er kallað hér í erindinu en maður getur þó a.m.k. notið lífsins á meðan. – Og bara eitt að lokum: Ég hef engan áhuga á því að opinbera eigin aulahátt að láta hafa mig svona að fífli. En þegar ég hugsa um alla þarna heima sem standa í nákvæmlega sömu sporum og ég og jafnvel verri, þá einfaldlega get ég ekki þagað. – Ég er búin að liggja yfir þessu (enda nægur frítími) og get ekki betur séð en að ,,Ísland – 20. fylki Noregs” hér á Fésinu sé með alla puttana á púlsinum… við munum a.m.k. aldrei tapa á að ræða möguleikana. Hafandi sagt það er ég um leið óendanlega þakklát baráttujöxlum á borð við Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna… þar fer sko fólk sem kallar ekki allt fyrir ömmu sína heldur veður drulluna daglega upp að hálsi fyrir mig og þig. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima?“ Þetta skrifaði Lena Rós Matthíasdóttir, prestur, á Facebook á dögunum. Lena býr nú í Noregi en segir farir sínar ekki hafa verið sléttar á Íslandi. Hún hafi greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljón króna húsnæðisláni, en þarf þrátt fyrir það að greiða 32 milljónir til viðbótar í sama lánið. Þó hafi aldrei fallið niður greiðsla. „Mér finnst ég ennþá vera svolítið fífl. Maður losnar ekkert við handjárnin. Maður er bara fastur for life,“ segir Lena í viðtali í Bítinu í gær. „Þegar ég horfi heim, þá horfi ég á örfáar sálir sem eru ofboðslega stoltar af því að búa á Íslandi. Elska landið sitt. Elska að vera Íslendingar og eru tilbúin til að vaða eld og brennistein til að bera það, sama hvað.“ Íslendingur greiði heilt hús í vexti - Norðmaðurinn einn þriðja Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, bar saman húsnæðisverð og greiðslur á Íslandi og í Noregi og segir hann vaxtastigið hérlendis of hátt.Íslendingurinn greiði heilt hús í vexti á meðan Norðmaður greiðir einn þriðja af húsi í vexti. „Ef maður ber saman epli og epli. Það er þannig að þeir eru verulega hærri hér á Íslandi, þannig að þetta þýðir að á 20 árum þá borgar Íslendingurinn heilt hús í vexti og auðvitað annað hús í afborganir, af höfuðstólnum. En Norðmaðurinn borgar 30 prósent af húsi í vexti, einn þriðja. Það munar rosalega um það,“ segir Frosti í Bítinu á Bylgjunni. „En hinsvegar fór ég að skoða annað í leiðinni, að húsnæðisverð í Noregi er verulega hærra en hér. Ríflega tvisvar sinnum hærra þannig að þetta þarf að taka inn í myndina. Laun eru hærri í Noregi. Þar eru líka fasteignagjöld hræri, ríflega tvöfalt hærri.“ Pistil Lenu má sjá í heild sinni hér að neðan. Pistilinn setti hún inn á Facebook síðuna Ísland – 20. fylki Noregs. Mikið þykir mér sorglegt að ég skuli þurfa að vera sammála þessum rökum sem hér eru sett fram. Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima? Jú, vegna þess að ég get staðið í skilum. En hvað þýðir það? Að maður sé búinn að mastera hæfileikann til að láta stela frá sér? Ok! Ég er sek og viðurkenni fúslega að hafa verið fífl sl. 10 ár. Hvað get ég kallað það annað? Maður hefur greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljóna króna skuld og þarf að kyngja því að eiga enn eftir að borga 32 milljónir til viðbótar til að greiða fyrir þetta sama 20 milljóna króna lán… sem endar náttúrulega í ennþá hærri upphæð eða í rúmlega hundrað milljónum þegar upp er staðið (og þótt aldrei falli niður greiðsla). Ég er kannski ekki skarpasti ávöxturinn í körfunni, en nógu skörp til að sjá að ég var allt annað en heppin. Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað… sjálfstætt. Er búin að ná áttum og segi hér með lausri stöðu minni sem ein ausan á sökkvandi skútunni. Í þeirri niðurstöðu er hvorki fólginn hroki, hefnigirni né uppgjöf (maður heldur jú áfram að láta stela frá sér og þarf ,,bara” að skaffa þjófinum minnst 32 milljónir til viðbótar). Ég sé þetta þannig að heima á Íslandi samþykkti ég líka að þjófurinn tæki frá mér möguleikann á lífsgæðum. Maður er jú stoltur og vill standa í skilum sem þýðir að með stöðugt hækkandi lánum þurfa foreldrar að vinna æ meir á kostnað tímans með börnunum. Það er eitthvað stórkostlega átakanlegt við það að stærsta menningarsjokkið sem ég upplifði við að flytja til Noregs var að rekast í tíma og ótíma á alla þessa feður á mínum aldri með nestistöskur á bakinu á leið í hjólreiðatúr eða lautarferð með alla fjölskylduna… have I dyed and gone to heaven? Ég bara spyr!! Maður heldur að sjálfsögðu áfram að fæða þjófinn eða mafíuna eins og það er kallað hér í erindinu en maður getur þó a.m.k. notið lífsins á meðan. – Og bara eitt að lokum: Ég hef engan áhuga á því að opinbera eigin aulahátt að láta hafa mig svona að fífli. En þegar ég hugsa um alla þarna heima sem standa í nákvæmlega sömu sporum og ég og jafnvel verri, þá einfaldlega get ég ekki þagað. – Ég er búin að liggja yfir þessu (enda nægur frítími) og get ekki betur séð en að ,,Ísland – 20. fylki Noregs” hér á Fésinu sé með alla puttana á púlsinum… við munum a.m.k. aldrei tapa á að ræða möguleikana. Hafandi sagt það er ég um leið óendanlega þakklát baráttujöxlum á borð við Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna… þar fer sko fólk sem kallar ekki allt fyrir ömmu sína heldur veður drulluna daglega upp að hálsi fyrir mig og þig.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira