Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. mars 2014 16:30 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00
Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38
Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00