Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Hjörtur Hjartarson skrifar 13. október 2014 19:38 Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja. Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja.
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00