Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2014 00:01 Vistvæn framleiðsla Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru merktar sem vistvænar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. Fréttablaðið/HAG Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira