Tilfinningalíf kvenna á framabraut: Sjálfstraust, gleði og hvatvísi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 09:00 Ingveldur Ásta Björnsdóttir og Þorgerður Arna Einarsdóttir gerðu rannsókn á sjálfstrausti íslenskra kvenna í stjórnunar- og leiðtogastörfum. vísir/daníel Ingveldur Ásta Björnsdóttir og Þorgerður Arna Einarsdóttir, nemendur í MPM-náminu í Háskóla Reykjavíkur, vildu svara þeirri spurningu hvaða eiginleikar íslenskra kvenleiðtoga valda því að þær stíga fram, taka stjórnina og axla ábyrgð. Þær tóku viðtöl við sextán íslenskar konur sem eru eða hafa verið stjórnendur eða leiðtogar. Meginniðurstaðan er að 80 prósent kvennnanna er með gott sjálfstraust en helmingur þeirra segist þó alls ekki hafa verið með gott sjálfstraust í æsku. „Flestar þeirra hafa eflt sjálfstraustið með því að fara fram af brúninni, út fyrir þægindarammann og taka slaginn. Með hverjum sigri hafa þær yfirunnið eigin vanmátt og eflt sjálfstraustið. Þær eiga líka flestar sameiginlegt að vera hvatvísar og stökkva fremur en hrökkva ef þeim býðst tækifæri,“ segir Þorgerður. Tuttugu prósent viðmælenda höfðu ekki gott sjálfstraust að eigin mati. „En þörfin til að hafa áhrif og láta gott af sér leiða er ríkari hjá þeim en að hafa gott sjálfstraust og því demba þær sér út í djúpu laugina,“ segir Ingveldur. Meðal þeirra sem rætt var við í rannsókninni eru Svafa Grönfeldt, þróunarstjóri Alvogen, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR og framkvæmdastjóri í LC ráðgjöf, Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Elínrós Lyngdal, forstjóri Ellu.Annað sem konurnar áttu sameiginlegt var að þær lýsa sér sem jákvæðum og glaðlyndum einstaklingum. Flestar deila miklum og almennum áhuga á fólki, líðan annarra og umhverfi sínu. „Rauði þráðurinn í viðtölum okkar við þær var þessi brennandi ástríða og ótrúleg lífsgleði. Þær hreinlega elskuðu að vera til. Jákvæðni þeirra birtist í því að þær beina sjónum sínum að styrkleikum sínum og rífa sig ekki niður þótt þær séu ekki góðar í öllu. Þess í stað raða þær í kringum sig góðu fólki sem vegur upp á móti þeirra veikleikum,“ segir Ingveldur. Af konunum sextán eru tíu þeirra fyrstu börn foreldra sinna, fjórar eru annað barn og aðeins tvær aftar í systkinaröðinni. Margar þeirra lýstu uppeldi sínu þannig að hafa fengið mikinn stuðning en alls ekki pakkaðar inn í bómul. „Þær þurftu að reka sig á og taka áskorunum, gera mistök og læra af þeim,“ segir Þorgerður og bætir við að viðtölin við konurnar hafi verið trúnaðarsamtöl og því sé rannsóknin góð samtímaheimild um tilfinningalíf kvenna á framabraut. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Ingveldur Ásta Björnsdóttir og Þorgerður Arna Einarsdóttir, nemendur í MPM-náminu í Háskóla Reykjavíkur, vildu svara þeirri spurningu hvaða eiginleikar íslenskra kvenleiðtoga valda því að þær stíga fram, taka stjórnina og axla ábyrgð. Þær tóku viðtöl við sextán íslenskar konur sem eru eða hafa verið stjórnendur eða leiðtogar. Meginniðurstaðan er að 80 prósent kvennnanna er með gott sjálfstraust en helmingur þeirra segist þó alls ekki hafa verið með gott sjálfstraust í æsku. „Flestar þeirra hafa eflt sjálfstraustið með því að fara fram af brúninni, út fyrir þægindarammann og taka slaginn. Með hverjum sigri hafa þær yfirunnið eigin vanmátt og eflt sjálfstraustið. Þær eiga líka flestar sameiginlegt að vera hvatvísar og stökkva fremur en hrökkva ef þeim býðst tækifæri,“ segir Þorgerður. Tuttugu prósent viðmælenda höfðu ekki gott sjálfstraust að eigin mati. „En þörfin til að hafa áhrif og láta gott af sér leiða er ríkari hjá þeim en að hafa gott sjálfstraust og því demba þær sér út í djúpu laugina,“ segir Ingveldur. Meðal þeirra sem rætt var við í rannsókninni eru Svafa Grönfeldt, þróunarstjóri Alvogen, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR og framkvæmdastjóri í LC ráðgjöf, Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Elínrós Lyngdal, forstjóri Ellu.Annað sem konurnar áttu sameiginlegt var að þær lýsa sér sem jákvæðum og glaðlyndum einstaklingum. Flestar deila miklum og almennum áhuga á fólki, líðan annarra og umhverfi sínu. „Rauði þráðurinn í viðtölum okkar við þær var þessi brennandi ástríða og ótrúleg lífsgleði. Þær hreinlega elskuðu að vera til. Jákvæðni þeirra birtist í því að þær beina sjónum sínum að styrkleikum sínum og rífa sig ekki niður þótt þær séu ekki góðar í öllu. Þess í stað raða þær í kringum sig góðu fólki sem vegur upp á móti þeirra veikleikum,“ segir Ingveldur. Af konunum sextán eru tíu þeirra fyrstu börn foreldra sinna, fjórar eru annað barn og aðeins tvær aftar í systkinaröðinni. Margar þeirra lýstu uppeldi sínu þannig að hafa fengið mikinn stuðning en alls ekki pakkaðar inn í bómul. „Þær þurftu að reka sig á og taka áskorunum, gera mistök og læra af þeim,“ segir Þorgerður og bætir við að viðtölin við konurnar hafi verið trúnaðarsamtöl og því sé rannsóknin góð samtímaheimild um tilfinningalíf kvenna á framabraut.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira