Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 18:30 Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. Þrettán fyrrverandi starfsmenn byggingavöruverslananna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 og 2011.Fyrsta sinn sem brotin eru kærð strax Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Þess vegna gat sérstakur saksóknari farið strax í að afla sönnunargagna með símhlerunum en gögn málsins eru upptökur af samtölum auk rafrænna gagna eins og tölvupósts. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru jafnframt haldlögð gögn um símnotkun aftur í tímann sem nýttust við rannsókn málsins. Í ákærunni, sem má nálgast neðst í þessari frétt. eru tilgreind alls 21 tilvik þar sem starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins áttu með sér verðsamráð þar sem þeir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Vart eru til alvarlegri brot á samkeppnislöggjöfinni en verðsamráð á grundvelli 10. gr. samkeppnislaga. Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér sjálfstætt á markaði. Brot gegn 10. gr. eru refsiverð óháð því hvort verðsamráð skilar fjárhagslegum ávinningi fyrir þá sem fremja þau.Ólögmætt verðsamráð er grófasta tegund samkeppnislagbrota sem þekkist, ekki satt? „Jú, og yfir höfuð með grófustu efnahagsbrotum. Í þessu felast mjög alvarleg brot gagnvart almenningi, þ.e. neytendum og atvinnulífinu sjálfu og þetta smitar út í efnahagslífið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Beint í lánin Eins og Páll Gunnar nefnið er tjónið hjá almenningi. Rannsóknir hafa sýnt að brot af þessu tagi geta leitt til 10-50 prósent hærra verðs. Á Íslandi fara þessar verðhækkanir beint í lán almennings vegna verðtryggingarinnar.Er þetta Byko/Húsasmiðju samráðsmál með því grófasta sem þú hefur séð, ef við tökum grænmetismálið og olíusamráðsmálið út fyrir sviga? „Það er erfitt að bera mál saman því þau hafa öll sín sérkenni. Þetta mál er klárlega með þeim viðamestu sem við höfum fengist við.“ Ákæran á hendur mönnunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Fangelsisrefsing getur legið við hluta brotanna sem ákært er fyrir, verði mennirnir sakfelldir. Samkeppniseftirlitið kærði málið án þess að hafa lokið eigin rannsókn, eins og áður segir, en henni lýkur með endanlegri ákvörðun stofnunarinnar þar sem búið er að taka tillit til andmælaréttar fyrirtækjanna. Lögmenn Byko og Húsasmiðjunnar vinna sem stendur að andmælum fyrir hönd fyrirtækjanna. Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. Þrettán fyrrverandi starfsmenn byggingavöruverslananna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 og 2011.Fyrsta sinn sem brotin eru kærð strax Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Þess vegna gat sérstakur saksóknari farið strax í að afla sönnunargagna með símhlerunum en gögn málsins eru upptökur af samtölum auk rafrænna gagna eins og tölvupósts. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru jafnframt haldlögð gögn um símnotkun aftur í tímann sem nýttust við rannsókn málsins. Í ákærunni, sem má nálgast neðst í þessari frétt. eru tilgreind alls 21 tilvik þar sem starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins áttu með sér verðsamráð þar sem þeir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Vart eru til alvarlegri brot á samkeppnislöggjöfinni en verðsamráð á grundvelli 10. gr. samkeppnislaga. Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér sjálfstætt á markaði. Brot gegn 10. gr. eru refsiverð óháð því hvort verðsamráð skilar fjárhagslegum ávinningi fyrir þá sem fremja þau.Ólögmætt verðsamráð er grófasta tegund samkeppnislagbrota sem þekkist, ekki satt? „Jú, og yfir höfuð með grófustu efnahagsbrotum. Í þessu felast mjög alvarleg brot gagnvart almenningi, þ.e. neytendum og atvinnulífinu sjálfu og þetta smitar út í efnahagslífið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Beint í lánin Eins og Páll Gunnar nefnið er tjónið hjá almenningi. Rannsóknir hafa sýnt að brot af þessu tagi geta leitt til 10-50 prósent hærra verðs. Á Íslandi fara þessar verðhækkanir beint í lán almennings vegna verðtryggingarinnar.Er þetta Byko/Húsasmiðju samráðsmál með því grófasta sem þú hefur séð, ef við tökum grænmetismálið og olíusamráðsmálið út fyrir sviga? „Það er erfitt að bera mál saman því þau hafa öll sín sérkenni. Þetta mál er klárlega með þeim viðamestu sem við höfum fengist við.“ Ákæran á hendur mönnunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Fangelsisrefsing getur legið við hluta brotanna sem ákært er fyrir, verði mennirnir sakfelldir. Samkeppniseftirlitið kærði málið án þess að hafa lokið eigin rannsókn, eins og áður segir, en henni lýkur með endanlegri ákvörðun stofnunarinnar þar sem búið er að taka tillit til andmælaréttar fyrirtækjanna. Lögmenn Byko og Húsasmiðjunnar vinna sem stendur að andmælum fyrir hönd fyrirtækjanna.
Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00
Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30