Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Þegar rannsókn sérstaks saksóknara hófst árið 2011 í kjölfar kæru Samkeppniseftirlitsins hafði Úlfurinn veitt stóru fyrirtækjunum Byko og Húsasmiðjunni samkeppni í sölu grófra vara á borð við gips og steypustyrktarjárn. Fréttablaðið/Pjetur Þrettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. Rannsóknin, sem varðar ólöglegt verðsamráð, hefur staðið í rúm þrjú ár, en hátt í fjörutíu voru handteknir vegna hennar árið 2011 og húsleitir gerðar hjá fyrirtækjunum.Fréttablaðið/PjeturÍ tilkynningu sem Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO, sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að alls hafi fimm úr starfsliði BYKO verið til rannsóknar. Samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins hafi einn starfsmaður, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fagsölusviðs, verið sendur í leyfi á meðan embættið rannsakaði meint brot. Ákæra sérstaks saksóknara er sögð valda stjórnendum BYKO miklum vonbrigðum, fyrirtækið hafi ávallt haft samkeppnislög og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri. „Það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast,“ segir þar. Þá segir Guðmundur að í málum þeirra sem ekki hafi verið sendir í leyfi séu „meintar sakir að mati BYKO þess eðlis að ekki sé ástæða til sérstakra aðgerða af hálfu fyrirtækisins.“Merki HúsasmiðjunnarSamkvæmt heimildum blaðsins höfðu stjórn og stjórnendur Húsasmiðjunnar litlar fregnir af ákærunum í gærkvöldi og lá ekki fyrir hversu margir af þeim sem nú hafa verið ákærðir væru þar enn starfandi. Húsasmiðjan var seld danska fyrirtækinu Bygma Gruppen A/S í desember 2011. Þá var skaðabótaábyrgð vegna meintra samkeppnislagabrota skilin eftir í eignarhaldsfélagi Landsbankans. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Þrettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. Rannsóknin, sem varðar ólöglegt verðsamráð, hefur staðið í rúm þrjú ár, en hátt í fjörutíu voru handteknir vegna hennar árið 2011 og húsleitir gerðar hjá fyrirtækjunum.Fréttablaðið/PjeturÍ tilkynningu sem Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO, sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að alls hafi fimm úr starfsliði BYKO verið til rannsóknar. Samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins hafi einn starfsmaður, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fagsölusviðs, verið sendur í leyfi á meðan embættið rannsakaði meint brot. Ákæra sérstaks saksóknara er sögð valda stjórnendum BYKO miklum vonbrigðum, fyrirtækið hafi ávallt haft samkeppnislög og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri. „Það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast,“ segir þar. Þá segir Guðmundur að í málum þeirra sem ekki hafi verið sendir í leyfi séu „meintar sakir að mati BYKO þess eðlis að ekki sé ástæða til sérstakra aðgerða af hálfu fyrirtækisins.“Merki HúsasmiðjunnarSamkvæmt heimildum blaðsins höfðu stjórn og stjórnendur Húsasmiðjunnar litlar fregnir af ákærunum í gærkvöldi og lá ekki fyrir hversu margir af þeim sem nú hafa verið ákærðir væru þar enn starfandi. Húsasmiðjan var seld danska fyrirtækinu Bygma Gruppen A/S í desember 2011. Þá var skaðabótaábyrgð vegna meintra samkeppnislagabrota skilin eftir í eignarhaldsfélagi Landsbankans.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira