Hundi lógað án leyfis: „Við fengum ekki einu sinni hræið af Funiu til að jarða hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 15:06 Malgorzata ásamt syni sínum og Funiu. Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hafi ekki verið heimilt að aflífa tíkina Funiu í mars í fyrra. Funia var þýskur fjárhundur og var aflífuð vegna þess að hún beit dýraeftirlitsmann. „Ég er ekki búin að ákveða hvert framhaldið verður. Ég þarf bara að ákveða það í samráði við lögmann minn en ég vil að minnsta kosti fá afsökunarbeiðni frá heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Malgorzata Mordon Szacon, eigandi Funiu. Dýraeftirlitsmaðurinn sem Funia beit hafði afskipti af tíkinni þar sem hún var að þvælast fyrir utan leikskóla og starfsfólk þorði ekki að setja börnin út. Dýraeftirlitsmaðurinn náði hins vegar ekki að fanga tíkina og hljóp hún inn í garðinn sinn. „Svo komu hingað þrír menn frá heilbrigðiseftirlitinu og æða hérna inn í garðinn minn án míns leyfis. Ég var hrædd, ég hélt að þarna væru innbrotsþjófar á ferð, en svo tóku þeir hundinn minn og fóru bara með hann,“ segir Malgorzata.Aðeins má aflífa hund sem er óskráður Nokkru síðar hafði hún samband við eftirlitið og fékk þær upplýsingar að Funia hefði verið aflífuð. Malgorzata segist hafa verið í sjokki og grátið mikið þegar hún fékk þær fréttir. Malgorzata kærði ákvörðunina um að aflífa Funiu til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Heilbrigðiseftirlitinu var ekki heimilt að aflífa hundinn þar sem aðeins er leyfilegt að aflífa hund án leyfis eiganda ef hundurinn er óskráður. Funia var hins vegar örmerkt og hafði verið greitt leyfisgjald fyrir hana fyrir árið 2012. Reikningur hafi verið sendur fyrir árið 2013 en hvorki hafi verið komið að gjalddaga né eindaga. „Við fengum ekki einu sinni hræið af Funiu til að jarða hana. Við fengum bara að vita að hún hefði verið sett í svartan ruslapoka og svo ekki söguna meir,“ segir Malgorzata. Tengdar fréttir Beit hundafangara og var lógað Þýskur fjárhundur var aflífaður í Reykjanesbæ eftir að hafa ráðist á hundafangara. Malgorzata Mordon Szacon og fjölskylda hennar höfðu átt tíkina Funiu í sex ár. Fjölskyldan hefur ráðið sér lögfræðing og íhugar að leita réttar síns, þar sem þau nutu ekki andmælaréttar áður en ákvörðun um að drepa hundinn var tekin. 25. mars 2013 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hafi ekki verið heimilt að aflífa tíkina Funiu í mars í fyrra. Funia var þýskur fjárhundur og var aflífuð vegna þess að hún beit dýraeftirlitsmann. „Ég er ekki búin að ákveða hvert framhaldið verður. Ég þarf bara að ákveða það í samráði við lögmann minn en ég vil að minnsta kosti fá afsökunarbeiðni frá heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Malgorzata Mordon Szacon, eigandi Funiu. Dýraeftirlitsmaðurinn sem Funia beit hafði afskipti af tíkinni þar sem hún var að þvælast fyrir utan leikskóla og starfsfólk þorði ekki að setja börnin út. Dýraeftirlitsmaðurinn náði hins vegar ekki að fanga tíkina og hljóp hún inn í garðinn sinn. „Svo komu hingað þrír menn frá heilbrigðiseftirlitinu og æða hérna inn í garðinn minn án míns leyfis. Ég var hrædd, ég hélt að þarna væru innbrotsþjófar á ferð, en svo tóku þeir hundinn minn og fóru bara með hann,“ segir Malgorzata.Aðeins má aflífa hund sem er óskráður Nokkru síðar hafði hún samband við eftirlitið og fékk þær upplýsingar að Funia hefði verið aflífuð. Malgorzata segist hafa verið í sjokki og grátið mikið þegar hún fékk þær fréttir. Malgorzata kærði ákvörðunina um að aflífa Funiu til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Heilbrigðiseftirlitinu var ekki heimilt að aflífa hundinn þar sem aðeins er leyfilegt að aflífa hund án leyfis eiganda ef hundurinn er óskráður. Funia var hins vegar örmerkt og hafði verið greitt leyfisgjald fyrir hana fyrir árið 2012. Reikningur hafi verið sendur fyrir árið 2013 en hvorki hafi verið komið að gjalddaga né eindaga. „Við fengum ekki einu sinni hræið af Funiu til að jarða hana. Við fengum bara að vita að hún hefði verið sett í svartan ruslapoka og svo ekki söguna meir,“ segir Malgorzata.
Tengdar fréttir Beit hundafangara og var lógað Þýskur fjárhundur var aflífaður í Reykjanesbæ eftir að hafa ráðist á hundafangara. Malgorzata Mordon Szacon og fjölskylda hennar höfðu átt tíkina Funiu í sex ár. Fjölskyldan hefur ráðið sér lögfræðing og íhugar að leita réttar síns, þar sem þau nutu ekki andmælaréttar áður en ákvörðun um að drepa hundinn var tekin. 25. mars 2013 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Beit hundafangara og var lógað Þýskur fjárhundur var aflífaður í Reykjanesbæ eftir að hafa ráðist á hundafangara. Malgorzata Mordon Szacon og fjölskylda hennar höfðu átt tíkina Funiu í sex ár. Fjölskyldan hefur ráðið sér lögfræðing og íhugar að leita réttar síns, þar sem þau nutu ekki andmælaréttar áður en ákvörðun um að drepa hundinn var tekin. 25. mars 2013 06:00