Innlent

Ofbeldisbrotum fjölgaði nokkuð á milli mánaða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstaklega má sjá fjölgun á ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum.
Sérstaklega má sjá fjölgun á ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum. Vísir
Tilkynntum þjófnuðum heldur enn áfram að fækka í nóvember en þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2014 sem hefur verið birt.

Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Fækkunin skýrist helst á færri hnuplmálum sem og færri reiðhjólaþjófnuðum. Ofbeldisbrotum fjölgaði nokkuð á milli mánaða og hefur slíkum málum fjölgað töluvert það sem af er ári miðað við fyrri ár. Sérstaklega má sjá fjölgun á ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum.

Níu slík tilvik voru skráð í nóvember, en fjöldinn sveiflast nokkuð á milli mánaða. Nytjastuldum ökutækja fjölgar ennþá og hafa ekki borist eins margar tilkynningar í einum mánuði síðan í nóvember 2011.

Eins varð töluverð aukning á meiriháttar eignaspjöllum í mánuðinum, en sjö slík tilvik komu inn á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×