Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 22:48 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira