Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 10:00 Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir Árni. Fréttablaðið/Daníel Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira