„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 20:00 Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira