Gísli Marteinn: Reykjavíkurflugvöllur gamaldags sósíalísk byggðastefna 28. október 2014 23:39 Gísli Marteinn Baldursson. vísir/vilhelm „Það er ótrúlegt að sjálfstæðismenn, sem sumir segjast vera frjálshyggjufólk, standi vörð um flugvöll í Vatnsmýri. Flugvöllurinn er eins augljóst gamaldags, sósíalískt byggðarstefnumál og hugsast getur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Facebook í dag. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er enn óráðin og deilur um staðsetningu hans hafa staðið yfir í töluverðan tíma. Skoðanir á flugvellinum eru margar eins og þær eru misjafnar en af skrifum Gísla má ráða að honum hugnist staðsetning hans ekki. Sjálfstæðismenn vilja flestir flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, eða um 90 prósent þeirra samkvæmt könnun MMR. Gísli sparar því ekki stóru orðin og hægt er að orða það sem svo að hann bókstaflega „hjóli“ í fyrrverandi samstarfsfélaga sína hjá Sjálfstæðisflokknum. „Sama fólk og styður sameiningar heilbrigðisstofnanna úti á landi í nafni hagræðingar hafnar því að sameina Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll, jafnvel þótt samgöngur milli Rvk og KEF séu margfalt betri en á landsbyggðinni. Sameining flugvallanna myndi þó spara miklar fjárhæðir og leysa úr læðingi besta og eftirsóttasta byggingasvæði landsins, vera lyftistöng fyrir háskólasamfélag á Íslandi og gera Reykjavík að betri borg,“ bætir Gísli við. Gísli Marteinn ákvað að hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi á síðasta ári. Sagði hann ýmsar ástæður liggja þar að baki, meðal annars stöðugar illdeilur sem var í kjölfarið til þess að hann dró sig í hlé. Færslu Gísla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Það er ótrúlegt að sjálfstæðismenn, sem sumir segjast vera frjálshyggjufólk, standi vörð um flugvöll í Vatnsmýri. Flugvöllurinn er eins augljóst gamaldags, sósíalískt byggðarstefnumál og hugsast getur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Facebook í dag. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er enn óráðin og deilur um staðsetningu hans hafa staðið yfir í töluverðan tíma. Skoðanir á flugvellinum eru margar eins og þær eru misjafnar en af skrifum Gísla má ráða að honum hugnist staðsetning hans ekki. Sjálfstæðismenn vilja flestir flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, eða um 90 prósent þeirra samkvæmt könnun MMR. Gísli sparar því ekki stóru orðin og hægt er að orða það sem svo að hann bókstaflega „hjóli“ í fyrrverandi samstarfsfélaga sína hjá Sjálfstæðisflokknum. „Sama fólk og styður sameiningar heilbrigðisstofnanna úti á landi í nafni hagræðingar hafnar því að sameina Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll, jafnvel þótt samgöngur milli Rvk og KEF séu margfalt betri en á landsbyggðinni. Sameining flugvallanna myndi þó spara miklar fjárhæðir og leysa úr læðingi besta og eftirsóttasta byggingasvæði landsins, vera lyftistöng fyrir háskólasamfélag á Íslandi og gera Reykjavík að betri borg,“ bætir Gísli við. Gísli Marteinn ákvað að hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi á síðasta ári. Sagði hann ýmsar ástæður liggja þar að baki, meðal annars stöðugar illdeilur sem var í kjölfarið til þess að hann dró sig í hlé. Færslu Gísla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira