Fóstureyðing í öllum greindum tilvikum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 11:15 Þessi mynd af Birtu Möller Óladóttur var tekin fyrir tveimur árum þegar hún var tveggja ára. Mynd/Úr einkasafni Á árunum 2007 til 2012 endaði meðganga í 83 tilfellum með fóstureyðingu vegna litningagalla sem greindist við fósturskimun við 12 vikna meðgöngu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur alþingismanns um fósturgreiningar. Á þessum árum greindust alls 49 tilvik af litningagöllum öðrum en þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni. Í 45 tilfellum endaði meðganga með fóstureyðingu. Alls greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikur. Allar meðgöngurnar enduðu með fóstureyðingu. Þetta kemur Jónu Maríu Ásmundsdóttur, formanni Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, ekki á óvart. „En það er sláandi að öllum þessum börnum skuli vera eytt. Það eiga allir að vera eins, og steyptir í sama mót. Fólk er hrætt við eitthvað sem er öðru vísi en sem betur fer eru ekki allir eins. Það er rosalega skrýtið að þessir 38 einstaklingar skyldu ekki kynna sér málið hjá okkur. Ég gekk í félagið fyrir fjórum árum þegar dóttir mín fæddist með Downs-heilkenni. Ég hef aldrei fengið símtal frá fólki sem vill fá fræðslu hjá okkur. Fólk lítur á það sem eitthvað skelfilegt að eignast svona barn en það er það ekki,“ segir Jóna María og bætir því við að spyrja megi hvort það sé siðferðislega rétt að geta sigtað út og eytt. Hún tekur það þó fram að hún dæmi engan.Jóna María ÁsmundsdóttirSjálf kveðst hún hafa ákveðið að fara ekki í frekari rannsóknir þegar hún fékk að vita við 12 vikna meðgöngu að auknar líkur væru á að barnið sem hún gengi með væri með Downs-heilkenni. „Heilbrigðisstarfsmenn ýttu á mig að fá staðfestingu með frekari rannsókn en ég ákvað að gera það ekki.“ Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að verðandi foreldrum sé boðin ráðgjöf ljósmæðra og lækna fósturgreiningardeildar þegar fósturgreining leiðir í ljós að fóstur er með litningafrávik. Einnig sé boðin ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa og erfðalækni. Óski par að hitta foreldra sem hafa staðið í sömu sporum er reynt að verða við því. Jóna María kveðst ekki kannast við þetta. „Þetta er auðvitað þjónusta sem á að vera fyrir hendi en hún var ekki til staðar fyrir mig. Hún er sennilega til á pappírum eða í einhverjum bæklingum. Mér var hins vegar boðið að tala við erfðalækni þegar dóttir mín var fædd.“ Það er mat Jónu Maríu að stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fordómum gagnvart fötluðum. „Það þyrfti að verja meira fé í fræðslu í skólum til þess að fræða börn um að það sé ekkert að óttast þótt allir séu ekki eins.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Á árunum 2007 til 2012 endaði meðganga í 83 tilfellum með fóstureyðingu vegna litningagalla sem greindist við fósturskimun við 12 vikna meðgöngu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur alþingismanns um fósturgreiningar. Á þessum árum greindust alls 49 tilvik af litningagöllum öðrum en þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni. Í 45 tilfellum endaði meðganga með fóstureyðingu. Alls greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikur. Allar meðgöngurnar enduðu með fóstureyðingu. Þetta kemur Jónu Maríu Ásmundsdóttur, formanni Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, ekki á óvart. „En það er sláandi að öllum þessum börnum skuli vera eytt. Það eiga allir að vera eins, og steyptir í sama mót. Fólk er hrætt við eitthvað sem er öðru vísi en sem betur fer eru ekki allir eins. Það er rosalega skrýtið að þessir 38 einstaklingar skyldu ekki kynna sér málið hjá okkur. Ég gekk í félagið fyrir fjórum árum þegar dóttir mín fæddist með Downs-heilkenni. Ég hef aldrei fengið símtal frá fólki sem vill fá fræðslu hjá okkur. Fólk lítur á það sem eitthvað skelfilegt að eignast svona barn en það er það ekki,“ segir Jóna María og bætir því við að spyrja megi hvort það sé siðferðislega rétt að geta sigtað út og eytt. Hún tekur það þó fram að hún dæmi engan.Jóna María ÁsmundsdóttirSjálf kveðst hún hafa ákveðið að fara ekki í frekari rannsóknir þegar hún fékk að vita við 12 vikna meðgöngu að auknar líkur væru á að barnið sem hún gengi með væri með Downs-heilkenni. „Heilbrigðisstarfsmenn ýttu á mig að fá staðfestingu með frekari rannsókn en ég ákvað að gera það ekki.“ Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að verðandi foreldrum sé boðin ráðgjöf ljósmæðra og lækna fósturgreiningardeildar þegar fósturgreining leiðir í ljós að fóstur er með litningafrávik. Einnig sé boðin ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa og erfðalækni. Óski par að hitta foreldra sem hafa staðið í sömu sporum er reynt að verða við því. Jóna María kveðst ekki kannast við þetta. „Þetta er auðvitað þjónusta sem á að vera fyrir hendi en hún var ekki til staðar fyrir mig. Hún er sennilega til á pappírum eða í einhverjum bæklingum. Mér var hins vegar boðið að tala við erfðalækni þegar dóttir mín var fædd.“ Það er mat Jónu Maríu að stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fordómum gagnvart fötluðum. „Það þyrfti að verja meira fé í fræðslu í skólum til þess að fræða börn um að það sé ekkert að óttast þótt allir séu ekki eins.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira