Erlent

Sprenging í efnaverksmiðju í Japan

Mynd/AP

Að minnsta kosti fimm létust og tólf særðust í morgun í mikilli sprengingu í efnaverksmiðju Mitsubishi stórfyrirtækisins í Japan. Fregnir af atburðinum eru enn nokkuð óljósar en á heimasíðu BBC segir að viðhaldsflokkur hafi verið við störf í verksmiðjunni sem framleiðir vörur úr sílikoni, þegar sprengingin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×