Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. október 2014 20:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira