Makrílsamingar geta haft áhrif á samninga Íslands og Færeyja Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:40 Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira