Makrílsamingar geta haft áhrif á samninga Íslands og Færeyja Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:40 Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira