Leikur á móti látnum höfundi verkanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. janúar 2014 10:00 Útvarpsleikrit Þóreyjar er byggt á sögum eftir Jakobínu Sigurðardóttur og samskipti kvenna eru í brennidepli. Fréttablaðið/Daníel Verkið er byggt á tveimur sögum eftir Jakobínu Sigurðardóttur, annars vegar smásögu sem heitir Lífshætta og birtist í Sjö vindur gráar árið 1970 og hins vegar skáldsögunni Í sama klefa frá 1981,“ segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona, spurð um útvarpsleikrit hennar Lífshættu sem frumflutt verður í Bíói Paradís á morgun. „Að mestu leyti er þetta texti Jakobínu, enda er það mjög flottur texti, en ég raða honum upp á nýtt og bæti inn í nokkrum atriðum.“ Lífshætta byggist upp á tveimur samtölum tveggja kvenna, annars vegar kvenna sem þekkjast ekki neitt en ná góðu sambandi og hins vegar æskuvinkvenna sem uppgötva að þær eru eiginlega hættar að þekkja hvor aðra og ná engum tengslum. Þórey segist hafa viljað skoða þessi samskipti meðal annars út frá því sem komi fram í samtölum kvennanna um þrár og drauma sem aldrei urðu að veruleika og eins því hvort það að þekkja einhvern sé endilega forsenda þess að ná góðum tengslum. „Verkið átti upphaflega að heita „Ef, ef aðeins, aðeins ef“ enda er það sterkt element í samtölum að þær velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef þær hefðu sagt eða gert hlutina öðru vísi.“ Það vekur athygli að Jakobína sjálf er skrifuð fyrir einu hlutverkanna, hvernig bar það að? „Það vildi svo skemmtilega til að í sumar var ég að vinna í handritinu og sá þá að það var verið að endurflytja upplestur hennar á Í sama klefa í útvarpinu. Þá datt mér í hug að kannski væri hægt að nota hana sem persónu í verkinu, fór að hlusta og fékk síðan upptökuna frá útvarpinu. Fyrst reyndi ég að klippa eitthvað saman sjálf og sá að þetta gæti alveg gengið. Um leið og ég var svo komin með Einar Sigurðsson tæknimann með mér varð þetta bara mjög eðlilegt og ég stóðst ekki mátið að leika á móti henni. Höfundur þessa verks hittir sem sagt höfund upphaflega verksins og þær ræða saman.“ Frumflutningur í bíósal, hvers vegna? „Útvarpsleikhúsið hefur stundum verið með lokaðan flutning fyrir aðstandendur leikritanna í bíósal en mig langað svolítið að reyna að nálgast annan hlustendahóp en vanalega hlustar á Rás 1. Þetta er lokaverkefnið mitt í MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun og mig langar jafnvel að vera með viðhorfskönnun hjá áhorfendum og sjá hvernig þetta mælist fyrir. Kannski er þetta tilraun með nýtt form, að sitja í myrkum bíósal með hóp af fólki og bara hlusta.“ Auk þeirra Jakobínu og Þóreyjar eru leikendur í Lífshættu þau Halldóra Rósa Björnsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Kristín Erna Úlfarsdóttir. Einar Sigurðsson sá um hljóðvinnslu og Viðar Eggertsson er framleiðandi fyrir hönd RÚV. Húsið verður opnað klukkan hálf fimm og flutningur leikritsins hefst rétt fyrir fimm í sal 2. Flutningurinn tekur um eina klukkustund og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Verkið er byggt á tveimur sögum eftir Jakobínu Sigurðardóttur, annars vegar smásögu sem heitir Lífshætta og birtist í Sjö vindur gráar árið 1970 og hins vegar skáldsögunni Í sama klefa frá 1981,“ segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona, spurð um útvarpsleikrit hennar Lífshættu sem frumflutt verður í Bíói Paradís á morgun. „Að mestu leyti er þetta texti Jakobínu, enda er það mjög flottur texti, en ég raða honum upp á nýtt og bæti inn í nokkrum atriðum.“ Lífshætta byggist upp á tveimur samtölum tveggja kvenna, annars vegar kvenna sem þekkjast ekki neitt en ná góðu sambandi og hins vegar æskuvinkvenna sem uppgötva að þær eru eiginlega hættar að þekkja hvor aðra og ná engum tengslum. Þórey segist hafa viljað skoða þessi samskipti meðal annars út frá því sem komi fram í samtölum kvennanna um þrár og drauma sem aldrei urðu að veruleika og eins því hvort það að þekkja einhvern sé endilega forsenda þess að ná góðum tengslum. „Verkið átti upphaflega að heita „Ef, ef aðeins, aðeins ef“ enda er það sterkt element í samtölum að þær velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef þær hefðu sagt eða gert hlutina öðru vísi.“ Það vekur athygli að Jakobína sjálf er skrifuð fyrir einu hlutverkanna, hvernig bar það að? „Það vildi svo skemmtilega til að í sumar var ég að vinna í handritinu og sá þá að það var verið að endurflytja upplestur hennar á Í sama klefa í útvarpinu. Þá datt mér í hug að kannski væri hægt að nota hana sem persónu í verkinu, fór að hlusta og fékk síðan upptökuna frá útvarpinu. Fyrst reyndi ég að klippa eitthvað saman sjálf og sá að þetta gæti alveg gengið. Um leið og ég var svo komin með Einar Sigurðsson tæknimann með mér varð þetta bara mjög eðlilegt og ég stóðst ekki mátið að leika á móti henni. Höfundur þessa verks hittir sem sagt höfund upphaflega verksins og þær ræða saman.“ Frumflutningur í bíósal, hvers vegna? „Útvarpsleikhúsið hefur stundum verið með lokaðan flutning fyrir aðstandendur leikritanna í bíósal en mig langað svolítið að reyna að nálgast annan hlustendahóp en vanalega hlustar á Rás 1. Þetta er lokaverkefnið mitt í MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun og mig langar jafnvel að vera með viðhorfskönnun hjá áhorfendum og sjá hvernig þetta mælist fyrir. Kannski er þetta tilraun með nýtt form, að sitja í myrkum bíósal með hóp af fólki og bara hlusta.“ Auk þeirra Jakobínu og Þóreyjar eru leikendur í Lífshættu þau Halldóra Rósa Björnsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Kristín Erna Úlfarsdóttir. Einar Sigurðsson sá um hljóðvinnslu og Viðar Eggertsson er framleiðandi fyrir hönd RÚV. Húsið verður opnað klukkan hálf fimm og flutningur leikritsins hefst rétt fyrir fimm í sal 2. Flutningurinn tekur um eina klukkustund og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira