Verkfalli flugfreyja frestað Birta Björnsdóttir. skrifar 26. maí 2014 20:00 Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira