Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 22:05 Ögmundur Jónasson. vísir/anton brink Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni
Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48