Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 22:05 Ögmundur Jónasson. vísir/anton brink Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni
Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48