Mikilmennskubrjálæði og blekkingar í Sparisjóðunum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2014 16:30 Vilhjálmur Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd. vísir/gva Vilhjálmur Bjarnason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd segir að starfsemi sparisjóðanna hafi einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum. Ef fé sparisjóðanna hafi áður verið án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina í morgun. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greinilegt að mikil vinna liggi að baki skýrslunni og hún skýri margt af því sem gerðist í rekstri sparisjóðanna. „Þarna verður til ákveðið mikilmennskubrjálæði þar sem litlir sparisjóðir ætla að verða stórir. Þeir telja að eigið markaðssvæði dugi ekki og jafnvel svo að þeir líta á sig sem seðlabanka á viðkomandi markaðssvæði sem hefur þá skyldu að halda uppi fullri atvinnu,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaupþing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi, eins og raunar hafi gerst á síðustu metrunum þegar búið var að yfirtaka Sparisjóð Mýrarsýslu og búið að ganga frá samruna SPRON og Kaupþings. Existu, Kistu, Kaupþings og SPRON dæmið sé kannski stærsti hlutinn af öllu spilinu. „Það verður til alveg ný menning í ábyrgðum og veðum. Þessi mennig eiginlega grundvallast á því að öll hlutabréf hvers eðlis sem þau eru, verða allt í einu að veði jafnvel þó að þau séu nánast óhæf til veðs vegna þess að þau eru nákvæmlega það sem lánað var út á. Þannig að það eru engin öryggismörk umfram það, þannig að taphættan er algerlega stofnunarinnar,“ segir Vilhjálmur. Síðan reyni menn að kaupa sig inn í fjármálastofnanir með lánum frá sömu fjármálafyrirtækjum sem veiki viðkomandi fjármálafyrirtæki en styrki það ekki.Á meðan sparisjóðirnir voru enn í sínu gamla horfi var talað um að í þeim væri fé án hirðirs. Hvað má þá segja um þann hirði sem tók við fé þeirra?„Ef sú kenning var rétt þá var náttúrlega sá hirðir sem tók við slátrari,“ svarar Vilhjálmur. Ákveðnir eftirlitsþættir hafi líka brugðist til að mynda varðandi eigið fé sparisjóðanna og mat á undirliggjandi áhættu í rekstri þeirra. Arður hafi verið greiddur út á grundvelli verðhækkana á hlutabréfum sem orðið hafi til með samráði. Hlutafjárvæðing sparisjóðanna skipti ekki meginmáli í dæminu. Atburðarásin hafi byrjað fyrr. „Það er miklu fremur tilraun til að dylja og blekkja og leiða fólk inn í gildrur,“ segir Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd segir að starfsemi sparisjóðanna hafi einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum. Ef fé sparisjóðanna hafi áður verið án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina í morgun. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greinilegt að mikil vinna liggi að baki skýrslunni og hún skýri margt af því sem gerðist í rekstri sparisjóðanna. „Þarna verður til ákveðið mikilmennskubrjálæði þar sem litlir sparisjóðir ætla að verða stórir. Þeir telja að eigið markaðssvæði dugi ekki og jafnvel svo að þeir líta á sig sem seðlabanka á viðkomandi markaðssvæði sem hefur þá skyldu að halda uppi fullri atvinnu,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaupþing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi, eins og raunar hafi gerst á síðustu metrunum þegar búið var að yfirtaka Sparisjóð Mýrarsýslu og búið að ganga frá samruna SPRON og Kaupþings. Existu, Kistu, Kaupþings og SPRON dæmið sé kannski stærsti hlutinn af öllu spilinu. „Það verður til alveg ný menning í ábyrgðum og veðum. Þessi mennig eiginlega grundvallast á því að öll hlutabréf hvers eðlis sem þau eru, verða allt í einu að veði jafnvel þó að þau séu nánast óhæf til veðs vegna þess að þau eru nákvæmlega það sem lánað var út á. Þannig að það eru engin öryggismörk umfram það, þannig að taphættan er algerlega stofnunarinnar,“ segir Vilhjálmur. Síðan reyni menn að kaupa sig inn í fjármálastofnanir með lánum frá sömu fjármálafyrirtækjum sem veiki viðkomandi fjármálafyrirtæki en styrki það ekki.Á meðan sparisjóðirnir voru enn í sínu gamla horfi var talað um að í þeim væri fé án hirðirs. Hvað má þá segja um þann hirði sem tók við fé þeirra?„Ef sú kenning var rétt þá var náttúrlega sá hirðir sem tók við slátrari,“ svarar Vilhjálmur. Ákveðnir eftirlitsþættir hafi líka brugðist til að mynda varðandi eigið fé sparisjóðanna og mat á undirliggjandi áhættu í rekstri þeirra. Arður hafi verið greiddur út á grundvelli verðhækkana á hlutabréfum sem orðið hafi til með samráði. Hlutafjárvæðing sparisjóðanna skipti ekki meginmáli í dæminu. Atburðarásin hafi byrjað fyrr. „Það er miklu fremur tilraun til að dylja og blekkja og leiða fólk inn í gildrur,“ segir Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira