Stöðvaði verkfallsbrot í MR Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. mars 2014 20:55 Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira