Erlent

BMX-garpur slapp við handtöku

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
BMX-hjólreiðagarpurinn Mat Olsonslapp við handtöku á laugardag þegar hann hjólaði yfir brú á sjö metra háum steinbogum í Fort Worth í Texas.

Uppátækið vakti athygli vegfarenda og þeirra á meðal voru lögreglumenn sem tóku Olson tali að hjólreiðunum loknum.

Olson slapp þó með tiltalið en lögreglan sagði honum að skila því til vina sinna að tekið verði hart á þeim næsta sem reynir það sama.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×