„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 19:27 Úr þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Vísir "Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag. Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
"Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag.
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55