Fótbolti

Grétar Rafn frá næstu vikurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Tyrkneskir fjölmiðlar segja frá því að Grétar Rafn Steinsson hafi gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla.

Aðgerðin fór fram í Istanbul en Grétar Rafn er á mála hjá Kayserispor.

Grétar Rafn verður af þeim sökum frá næstu 4-6 vikurnar og getur því ekki spilað með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Rússum í byrjun næsta mánaðar.

Kayserispor er í fimmtánda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með nítján stig, þremur stigum frá botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×