Erlent

Hundrað saknað eftir mikla skógarelda

Áströlsk yfirvöld leita nú að eitt hundrað manns sem er saknað eftir mikla skógarelda á eynni Tasmaníu í Ástralíu síðustu daga. Leitað verður í nokkrum bæjum sem eru gjöreyðilagðir eftir eldana. Um þrjú þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldana sem hafa logað síðustu daga. Talið er að eldarnir hafi kviknað í kjölfar hitabylgju þar sem hitastig fór í 42 gráður. Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, sagði í gær að yfirvöld í landinu myndu koma þeim sem misst hafa heimili sín til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×