Segir "galið“ að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður telur að eftirlitsiðnaðurinn hafi vaxið úr hófi fram á síðasta kjörtímabili. Framlög til Umboðsmanns skuldara voru rúmlega 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira