Segir "galið“ að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður telur að eftirlitsiðnaðurinn hafi vaxið úr hófi fram á síðasta kjörtímabili. Framlög til Umboðsmanns skuldara voru rúmlega 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira