Segir "galið“ að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður telur að eftirlitsiðnaðurinn hafi vaxið úr hófi fram á síðasta kjörtímabili. Framlög til Umboðsmanns skuldara voru rúmlega 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira