Erlent

Obama skipar Repúblikana í stöðu varnarmálaráðherra

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað Repúblikanann Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra landsins og John Brennan í stöðu forstjóra leyniþjónustunnar CIA.

Skipun Hagel hefur vakið hörð viðbrögð hjá Repúblikönum og reiknað er með að öldungardeildarþingmenn þeirra muni reyna að koma í veg fyrir að öldungadeildin staðfesti skipun Obama.

Það sem Repúblikanar hafa helst á móti Hagel er að hann þykir andsnúinn Ísraelsstjórn. Þá er hann þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. M.a. var hann mótfallinn innrásinni í Írak á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×