Erlent

Plánetur af sömu stærð og jörðin eru 17 milljarðar í Vetrarbrautinni

Stjörnufræðingar telja nú að alls megi finna 17 milljarða af plánetum í Vetrarbrautinn sem eru á stærð við jörðina.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem kynnt var í gærdag en hún var unnin á vegum Harward-Smithsonian stofnunarinnar. Fram kemur í úttektinni að um helmingur af öllum stjörnum í Vetrarbrautinni sé með plánetu á stærð við jörðu á braut um sig.

Stjarnfræðingar eiga hinsvegar enn eftir að finna plánetu sem er tvífari jarðarinnar, það er ekki bara af sömu stærð heldur einnig nákvæmlega í þeirri fjarlægð frá stjörnu, eða sólu, sinni að þar geti þrifist líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×