Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Stígur Helgason skrifar 30. júlí 2013 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er umtalaðasta dómsmál Íslandssögunnar. Hér má sjá Sævar Ciesielski í Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. Fréttablaðið/GVA Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira