Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2013 19:00 Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í forsíðufyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. Olíustofnun Noregs áætlar að við Jan Mayen geti leynst 90 milljónir rúmmetra af olíu, en telur óvissuna það mikla að magnið geti legið frá því að vera ekki neitt og upp í 460 milljónir rúmmetra. Ef olíulind er staðfest með borunum hækkar matið í 200 milljónir rúmmetra. Lægsta mat 20 milljónir rúmmetra, hæsta 640 milljónir rúmmetra en það eru liðlega fjórir milljarðar olíutunna. Miðað við að tunnan kosti yfir hundrað dollara má reikna verðmætin Noregsmegin upp á 40.000 milljarða íslenskra króna, með lægsta mat upp á 1.700 milljarða króna og hæsta mat upp á 54.000 milljarða króna, en það er um það bil hundrað sinnum meira en tekjur íslenska ríkisins á einu ári. Sérfræðingar hafa talið íslenska hlutann ekki síðri og því er von að fulltrúar sérleyfishafa á Drekanum kætist yfir þessum nýju upplýsingum. Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Íslensks kolvetnis ehf. segir þetta mikil gleðitíðindi fyrir þau fyrirtæki sem hafi hafið rannsóknir á Drekasvæðinu. Fréttir um að þarna sé mikið magn styrki menn í þeirri trú að olía finnist einnig okkar megin. Það séu gleðfréttir fyrir þjóðina og alla sem komi að þessu verkefni og auki mönnum heldur betur bjartsýni. Tengdar fréttir Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í forsíðufyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. Olíustofnun Noregs áætlar að við Jan Mayen geti leynst 90 milljónir rúmmetra af olíu, en telur óvissuna það mikla að magnið geti legið frá því að vera ekki neitt og upp í 460 milljónir rúmmetra. Ef olíulind er staðfest með borunum hækkar matið í 200 milljónir rúmmetra. Lægsta mat 20 milljónir rúmmetra, hæsta 640 milljónir rúmmetra en það eru liðlega fjórir milljarðar olíutunna. Miðað við að tunnan kosti yfir hundrað dollara má reikna verðmætin Noregsmegin upp á 40.000 milljarða íslenskra króna, með lægsta mat upp á 1.700 milljarða króna og hæsta mat upp á 54.000 milljarða króna, en það er um það bil hundrað sinnum meira en tekjur íslenska ríkisins á einu ári. Sérfræðingar hafa talið íslenska hlutann ekki síðri og því er von að fulltrúar sérleyfishafa á Drekanum kætist yfir þessum nýju upplýsingum. Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Íslensks kolvetnis ehf. segir þetta mikil gleðitíðindi fyrir þau fyrirtæki sem hafi hafið rannsóknir á Drekasvæðinu. Fréttir um að þarna sé mikið magn styrki menn í þeirri trú að olía finnist einnig okkar megin. Það séu gleðfréttir fyrir þjóðina og alla sem komi að þessu verkefni og auki mönnum heldur betur bjartsýni.
Tengdar fréttir Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. 13. febrúar 2013 18:46
Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51