Erlent

Rústabjörgun í Bangladesh

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Mikil reiði er í Bangladesh vegna bágborins ástands bygginga þar.
Mikil reiði er í Bangladesh vegna bágborins ástands bygginga þar.
Að minnsta kosti 273 létust þegar bygging hrundi í Bangladesh á miðvikudag. Hundruða er enn saknað. Meira en fjörutíu hefur verið bjargað úr rústunum. Forsætisráðherra landsins, Sheikh Hasina, hefur boðað til bænahalds um land allt þar sem beðið verður fyrir fórnarlömbunum. Þúsundir Banglades-búa hafa mótmælt bágbornu ástandi bygginga víða um land og hefur slegið í brýnu milli mótmælenda og lögreglu. Eigandi byggingarinnar er í felum en Hasina hefur lofað því að honum verði refsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×