Sýknaður af því að hafa stofnað lífi sonar síns í hættu með ölvunarakstri 19. júní 2013 17:11 Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að faðir hefði ekki stofnað lífi sonar síns í hættu með því að aka drukkinn með hann frá leikskóla barnsins að heimili þeirra. Hæstiréttur gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka málið aftur upp á síðasta ári og dæma til lausnar ákæruliðinum en héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn var dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsti því sjálfur í héraði. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu, að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heilsu og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn þótti óljós. Hæstiréttur var því ósammála, manninum var gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, var héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar. Nú er niðurstaðan komin; dómurum þótti ekkert upplýst í málinu um ökuhraða bifreiðarinnar sem maðurinn ók í umrætt sinn, aksturslag hans eða stjórntök á henni að öðru leyti. Meðal annars vegna þessa var ekki talið sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að maðurinn hefði með framferði sínu haft ásetning til að stofna lífi og heilsu sonar síns í augljósan háska. Hann var því sýknaður. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að faðir hefði ekki stofnað lífi sonar síns í hættu með því að aka drukkinn með hann frá leikskóla barnsins að heimili þeirra. Hæstiréttur gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka málið aftur upp á síðasta ári og dæma til lausnar ákæruliðinum en héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn var dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsti því sjálfur í héraði. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu, að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heilsu og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn þótti óljós. Hæstiréttur var því ósammála, manninum var gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, var héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar. Nú er niðurstaðan komin; dómurum þótti ekkert upplýst í málinu um ökuhraða bifreiðarinnar sem maðurinn ók í umrætt sinn, aksturslag hans eða stjórntök á henni að öðru leyti. Meðal annars vegna þessa var ekki talið sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að maðurinn hefði með framferði sínu haft ásetning til að stofna lífi og heilsu sonar síns í augljósan háska. Hann var því sýknaður.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira