Fjórar íslenskar knattspyrnukonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í 5-1 tapi á heimavelli gegn toppliði Stabæk í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir þurfti að sækja boltann fimm sinnum úr neti sínu en auk hennar voru Mist Edvardsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliðinu.
Stabækr komst í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en heimakonur minnkuðu muninn skömmu síðar. Þrjú mörk í síðari hálfleik sáu fyrir stórsigri gestanna.
Stabæk situr í efsta sæti deildarinnar eftir níu umferðir með 25 stig. Avaldnes, sem er nýliði í deildinni, hefur 11 sig í 6. sæti.
Arna-Björnar, lið Gunnhildur Yrsu Jónsdóttur, náði í stig á útivelli gegn Röa. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Gunnhildur var ekki í leikmannahópi Arna-Björnar vegna meiðsla. Arna-Björnar er í 5. sæti með 12 stig.
Þá gerði Kolbotn, lið Fanndísar Friðriksdóttur, markalaust jafntefli gegn Medkila á heimavelli. Kolbotn er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig.
Íslendingaliðið steinlá gegn toppliðinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn