Misnotaði hundruð manna á hálfri öld gudsteinn@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2013 00:00 Ítarleg skýrsla Í nýrri skýrslu frá bresku lögreglunni er dregin upp nokkuð nákvæm mynd af því sem nú er vitað um kynferðisbrot Jimmys Savile.nordicphotos/AFP Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld. Savile lést árið 2011, þá 84 ára gamall, og fór útför hans fram með viðhöfn enda var hann þekktur í bresku samfélagi, bæði sem skemmtikraftur í útvarpi og sjónvarpi og sem ötull baráttumaður góðgerðarsamtaka. Í skýrslu, sem birt var í gær og var unnin í sameiningu af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum, kemur fram að nærri 500 manns hafi haft samband við lögreglu með upplýsingar um kynferðisbrot Saviles. Meðal kynferðisbrota hans eru 34 nauðganir, en fórnarlömb hans voru á aldrinum átta til 47 ára. 73 prósent þolenda brotanna voru yngri en 18 ára, en 82 prósent voru kvenkyns. Mörg brotanna voru framin á vinnustað hans hjá breska útvarpinu BBC en fimmtíu kynferðisbrot framdi hann á sjúkrahúsum og fjórtán í skólum. „Nú er ljóst að Savile var í felum fyrir allra augum og notaði frægðarstöðu sína og fjáröflunarstörf til þess að fá óheftan aðgang að varnarlausum einstaklingum yfir sex áratuga tímabil,“ segir í skýrslunni. „Hann valdi aðeins þá sem varnarlausastir voru,“ segir David Gray frá bresku lögreglunni, annar höfunda skýrslunnar: „Hann var nógu klár til að sjá hverjir væru ólíklegastir til að segja eitthvað gegn honum.“ „Allt þetta subbulega mál hefur leitt í ljós hve hryggilegar afleiðingar það hefur þegar varnarleysi mætir valdmennsku,“ segir Peter Spindler, yfirmaður sérfræðideildar lögreglunnar. Ríkissaksóknari Bretlands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því að kynferðisbrot Saviles hafi ekki verið rannsökuð nægilega vel fyrr en nú, þótt embættinu hafi borist ábendingar og ásakanir á árunum 2007 og 2008. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld. Savile lést árið 2011, þá 84 ára gamall, og fór útför hans fram með viðhöfn enda var hann þekktur í bresku samfélagi, bæði sem skemmtikraftur í útvarpi og sjónvarpi og sem ötull baráttumaður góðgerðarsamtaka. Í skýrslu, sem birt var í gær og var unnin í sameiningu af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum, kemur fram að nærri 500 manns hafi haft samband við lögreglu með upplýsingar um kynferðisbrot Saviles. Meðal kynferðisbrota hans eru 34 nauðganir, en fórnarlömb hans voru á aldrinum átta til 47 ára. 73 prósent þolenda brotanna voru yngri en 18 ára, en 82 prósent voru kvenkyns. Mörg brotanna voru framin á vinnustað hans hjá breska útvarpinu BBC en fimmtíu kynferðisbrot framdi hann á sjúkrahúsum og fjórtán í skólum. „Nú er ljóst að Savile var í felum fyrir allra augum og notaði frægðarstöðu sína og fjáröflunarstörf til þess að fá óheftan aðgang að varnarlausum einstaklingum yfir sex áratuga tímabil,“ segir í skýrslunni. „Hann valdi aðeins þá sem varnarlausastir voru,“ segir David Gray frá bresku lögreglunni, annar höfunda skýrslunnar: „Hann var nógu klár til að sjá hverjir væru ólíklegastir til að segja eitthvað gegn honum.“ „Allt þetta subbulega mál hefur leitt í ljós hve hryggilegar afleiðingar það hefur þegar varnarleysi mætir valdmennsku,“ segir Peter Spindler, yfirmaður sérfræðideildar lögreglunnar. Ríkissaksóknari Bretlands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því að kynferðisbrot Saviles hafi ekki verið rannsökuð nægilega vel fyrr en nú, þótt embættinu hafi borist ábendingar og ásakanir á árunum 2007 og 2008.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira