Erlent

Klámframleiðendur telja lög um notkun smokka brot á stjórnarskránni

Tveir af stærstu klámmyndaframleiðendunum í Los Angeles ætla í mál við borgaryfirvöld vegna löggjafar um að karlleikarar í klámmyndum verða að nota smokka. Framleiðendurnir telja að þetta bann brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Framleiðendurnir sem hér um ræðir eru Vivid Entertainment og Califa Productions. Þeir telja smokkalögin í Los Angeles vera brot á fyrstu grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um tjáningarfrelsi. Tveir klámmyndaleikarar, þeir Kayden Kross og Logan Pierce taka þátt í málsókninni með fyrrgreindum framleiðendum.

Lögin um notkun smokka í klámmyndum voru samþykkt í nóvember á síðasta ári í Los Angeles en þeim er ætlað að vernda þá sem leika í slíkum myndum fyrir kynsjúkdómum.

Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles hafa áður hótað því að fara með starfsemi sína annað vegna fyrrgreindara laga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×