Danir vilja færa Markarfljót Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2013 05:00 Mikill efnisburður er frá Markarfljóti í Landeyjahöfn þótt farvegur árinnar hafi þegar verið færður um 650 metra. Nú er lagt til að færa fljótið 2,5 kílómetra til austurs. mynd/loftmyndir Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. Til þess að komast hjá miklum jarðefnaburði úr Markarfljóti í Landeyjahöfn þarf að færa farveg árinnar 2,5 kílómetra til austurs. Þetta er mat Dönsku straumfræðistofnunarinnar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar Dönsku straumfræðistofnunarinnar (DHI) unnið að rannsóknum í Landeyjahöfn. Niðurstöður þeirra voru kynntar í síðustu viku á fundi samráðshóps um samgöngur, að því er fram kom á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær. Danirnir telja að lenging hafnargarða skili ekki bættri hafnaraðstöðu heldur auki þvert á móti straum og ölduhæð og geri innsiglingu erfiðari en nú er. Hins vegar séu líkur á að bæta megi höfnina, meðal annars með neðansjávarrifum og föstum dælubúnaði. „Danska straumfræðistofnunin leggur til að farið verði í svokallaðar „reservoir"-lausnir sem eru róttækari en þær dýpkunaraðferðir sem hingað til hafa verið notaðar," segir í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúi Siglingastofnunar telji hins vegar mikla óvissu um magn sandflutninga sem fylgi þeirri lausn. „Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi Markarfljót til austurs um 2,5 kílómetra sem fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið færður um 650 metra með góðum árangri." Tveir fulltrúar Vestmannaeyja í þarfagreiningarhópi um nýja Vestmannaeyjaferju fóru nýlega í siglingahermi í Danmörku þar sem þeir prófuðu að sigla fjórum tegundum skipa inn í Landeyjahöfn. „Núverandi Herjólfur kom langverst út úr öllum mælingum," segir um þetta í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúarnir telji fullreynt með núverandi Herjólf. Þá segir að vonast sé til að hægt verði að bjóða hönnun nýs Herjólfs út um páskana og að nýtt skip verði komið til þjónustu eigi síðar en vorið 2015. Skipið sem henti best í verkefnið sé litlu minna en Herjólfur en taki fleiri bíla og sama fjölda farþega. „Með styttri lestunar- og losunartíma mun verða hægt að sigla fleiri ferðir á núverandi siglingatíma og þannig auka verulega framboð sæta." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. Til þess að komast hjá miklum jarðefnaburði úr Markarfljóti í Landeyjahöfn þarf að færa farveg árinnar 2,5 kílómetra til austurs. Þetta er mat Dönsku straumfræðistofnunarinnar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar Dönsku straumfræðistofnunarinnar (DHI) unnið að rannsóknum í Landeyjahöfn. Niðurstöður þeirra voru kynntar í síðustu viku á fundi samráðshóps um samgöngur, að því er fram kom á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær. Danirnir telja að lenging hafnargarða skili ekki bættri hafnaraðstöðu heldur auki þvert á móti straum og ölduhæð og geri innsiglingu erfiðari en nú er. Hins vegar séu líkur á að bæta megi höfnina, meðal annars með neðansjávarrifum og föstum dælubúnaði. „Danska straumfræðistofnunin leggur til að farið verði í svokallaðar „reservoir"-lausnir sem eru róttækari en þær dýpkunaraðferðir sem hingað til hafa verið notaðar," segir í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúi Siglingastofnunar telji hins vegar mikla óvissu um magn sandflutninga sem fylgi þeirri lausn. „Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi Markarfljót til austurs um 2,5 kílómetra sem fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið færður um 650 metra með góðum árangri." Tveir fulltrúar Vestmannaeyja í þarfagreiningarhópi um nýja Vestmannaeyjaferju fóru nýlega í siglingahermi í Danmörku þar sem þeir prófuðu að sigla fjórum tegundum skipa inn í Landeyjahöfn. „Núverandi Herjólfur kom langverst út úr öllum mælingum," segir um þetta í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúarnir telji fullreynt með núverandi Herjólf. Þá segir að vonast sé til að hægt verði að bjóða hönnun nýs Herjólfs út um páskana og að nýtt skip verði komið til þjónustu eigi síðar en vorið 2015. Skipið sem henti best í verkefnið sé litlu minna en Herjólfur en taki fleiri bíla og sama fjölda farþega. „Með styttri lestunar- og losunartíma mun verða hægt að sigla fleiri ferðir á núverandi siglingatíma og þannig auka verulega framboð sæta."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira