„Áróður samkynhneigðra“ verði bannaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 12:44 Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira