Stendur klár þegar borpallurinn kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2013 19:22 Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan. Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00